25. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn miðvikudaginn 13. janúar 2021 kl. 15:05


Mætt:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 15:05
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 15:05
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 15:05
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 15:05
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 15:05
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 15:05
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 15:05
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 15:05
Sara Elísa Þórðardóttir (SEÞ), kl. 15:05
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 15:05

Hanna Katrín Friðriksson og Jón Gunnarsson véku af fundi kl. 17:33.

Nefndarritarar:
Inga Skarphéðinsdóttir
Þuríður Benediktsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:05
Fundargerðir 23. og 24. fundar voru samþykktar.

2) 311. mál - varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum Kl. 15:05
Á fund nefndarinnar mættu Árni Snorrason, Sigrún Karlsdóttir, Hrafnhildur Valdimarsdóttir og Tómas Jóhannesson frá Veðurstofu Íslands og Halla Bergþóra Björnsdóttir frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin samþykkti að Jón Gunnarsson yrði framsögumaður málsins.

3) 280. mál - umferðarlög Kl. 15:38
Á fund nefndarinnar mættu Valgerður Rún Benediktsdóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Guðmundur Birkir Guðmundsson og Þorsteinn Rúnar Hermannsson frá Reykjavíkurborg. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá mættu á fund nefndarinnar Runólfur Ólafsson og Björn Kristjánsson frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda og Benedikt S. Benediktsson frá Samtökum verslunar og þjónustu og Samtökum atvinnulífsins. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Því næst mættu á fund nefndarinnar Sædís Birta Barkardóttir, Kristín Helga Markúsdóttir, Kristófer Á. Kristófersson og Sigurjóna Hreindís Sigurðardóttir frá Samgöngustofu og Helga Einarsdóttir og Sverrir Guðfinnsson frá Ríkislögreglustjóra. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þar á eftir mættu á fund nefndarinnar Benedikt Olgeirsson frá Landspítala og Guðmundur R. Jónsson og Kristinn Jóhannesson frá Háskóla Íslands. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Að lokum mætti Svavar Kristinsson frá rafhjólaklúbbnum Skjaldbökurnar á fund nefndarinnar. Hann gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Nefndin samþykkti að Vilhjálmur Árnason yrði framsögumaður málsins.

4) 335. mál - hollustuhætti og mengunarvarnir o.fl. Kl. 16:37
Nefndin samþykkti að Ari Trausti Guðmundsson yrði framsögumaður málsins.

Hlé var gert á fundi frá kl. 16:38 - 16:50.

5) 276. mál - náttúruvernd Kl. 17:58
Frestað.

6) Önnur mál Kl. 17:58
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:58