36. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn mánudaginn 15. febrúar 2021 kl. 15:04


Mætt:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 15:04
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 15:07
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 15:04
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 15:04
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 15:04
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 15:06
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 15:09
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 15:04
Sara Elísa Þórðardóttir (SEÞ), kl. 15:04
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 15:04

Líneik Anna Sævarsdóttir vék af fundi kl. 16:10.

Hanna Katrín Friðriksson vék af fundi kl. 17:12.

Nefndarritarar:
Inga Skarphéðinsdóttir
Þuríður Benediktsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:04
Frestað.

2) 209. mál - fjarskipti Kl. 15:04
Á fund nefndarinnar mættu Bryndís Gunnlaugsdóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Gerði hún grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Kl. 15:31
Þá mættu á fund nefndarinnar Breki Karlsson og Einar Bjarni Einarsson frá Neytendasamtökunum. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Hlé var gert á fundi frá kl. 15:46 til 16:00.

3) Skýrsla um Sundabraut Kl. 16:00
Á fund nefndarinnar mættu Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, Ragnhildur Hjaltadóttir og Árni Freyr Stefánsson frá samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu og Bergþóra Þorkelsdóttir, Guðmundur Valur Guðmundsson og Bryndís Friðriksdóttir frá Vegagerðinni. Kynnt var skýrsla um Sundabraut og spurningum nefndarmanna svarað.

4) Mat og endurmótun á tilhögun hættumats og vöktunar vegna náttúruvár Kl. 15:15
Nefndin fjallaði um málið.

Nefndin ákvað að flytja þingsályktunartillögu um mat og endurmótun á tilhögun hættumats og vöktunar vegna náttúruvá.

5) Önnur mál Kl. 17:15
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:15