40. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn mánudaginn 1. mars 2021 kl. 15:03


Mætt:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 15:03
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 15:03
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 15:03
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 15:03
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 15:03
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 15:03
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 15:03
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 15:03
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 15:03

Guðjón S. Brjánsson vék af fundi kl. 16:14.
Hanna Katrín Friðriksson vék af fundi kl. 16:18.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:03
Fundargerð 38. fundar var samþykkt.

2) 369. mál - Hálendisþjóðgarður Kl. 15:04
Á fund nefndarinnar mætti Skarphéðinn Berg Steinarsson frá Ferðamálastofu. Gerði hann grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Þá mættu Auður Ingólfsdóttir og Magnús Guðmundsson frá Vatnajökulsþjóðgarði á fund nefndarinnar. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Loks mættu Árni Bragason frá Landgræðslunni og Þröstur Eysteinsson frá Skógræktinni á fund nefndarinnar. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 279. mál - leyfi til veiða á álft, grágæs, heiðagæs og helsingja utan hefðbundins veiðitíma Kl. 16:58
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.

4) 268. mál - könnun á hagkvæmi strandflutninga Kl. 16:58
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.

5) 259. mál - hagkvæmisathugun á uppbyggingu Skógarstrandarvegar Kl. 16:58
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.

6) Önnur mál Kl. 16:59
Nefndin ræddi starfið framundan.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:00