46. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn mánudaginn 15. mars 2021 kl. 15:05


Mætt:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 15:05
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 15:05
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 15:05
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 15:55
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 15:05
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 15:05
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 15:05
Sara Elísa Þórðardóttir (SEÞ), kl. 15:15
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 15:05

Jón Gunnarsson boðaði forföll.

Nefndarritarar:
Inga Skarphéðinsdóttir
Þuríður Benediktsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:05
Fundargerð 45. fundar var samþykkt.

2) 369. mál - Hálendisþjóðgarður Kl. 15:06
Á fund nefndarinnar mættu Vala Hrönn Viggósdóttir og Hlín Hólm frá Samgöngustofu. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Icelandair, staða og horfur Kl. 16:04
Á fund nefndarinnar mættu Bogi Nils Bogason, Birna Ósk Einarsdóttir og Gísli S. Brynjólfsson frá Icelandair.

4) 535. mál - loftslagsmál Kl. 15:41
Framsögumaður málsins, Kolbeinn Óttarsson Proppé, kynnti drög að nefndaráliti og ræddi nefndin málið.

Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Undir nefndarálit meiri hluta skrifa Kolbeinn Óttarsson Proppé, Ari Trausti Guðmundsson, Guðjón S. Brjánsson, Líneik Anna Sævarsdóttir.og Vilhjálmur Árnason. Hanna Katrín Friðriksson skrifar undir álitið samkvæmt heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis.

5) 275. mál - skipulagslög Kl. 15:46
Framsögumaður málsins, Kolbeinn Óttarsson Proppé, kynnti drög að nefndaráliti.

Nefndin ræddi málið.

6) 534. mál - póstþjónusta og Byggðastofnun Kl. 15:36
Nefndin samþykkti að taka á móti gögnum í trúnaði, sbr. 3. mgr. 50. gr. þingskapa.

7) 491. mál - sveitarstjórnarlög Kl. 15:35
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.

8) 488. mál - þingmannanefnd um loftslagsmál Kl. 15:35
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.

9) Önnur mál Kl. 15:36
Nefndin ræddi starfið framundan.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:05