55. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn miðvikudaginn 28. apríl 2021 kl. 13:02


Mætt:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 14:57
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 13:02
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 13:02
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 13:02
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 13:02
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 13:02
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 13:02
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 13:20

Jón Gunnarsson boðaði forföll.
Hanna Katrín Friðriksson boðaði forföll.
Kolbeinn Óttarsson Proppé vék af fundi kl. 14:59.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:04
Fundargerð 54. fundar var samþykkt.

2) 506. mál - Fjarskiptastofa Kl. 13:02
Á fund nefndarinnar mættu Hrafnkell V. Gíslaon, Björn Geirsson og Friðrik Pétursson frá Póst- og fjarskiptastofnun. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 534. mál - póstþjónusta og Byggðastofnun Kl. 13:20
Kl. 13:20. Á fund nefndarinnar mættu Hrafnkell V. Gíslason, Björn Geirsson og Friðrik Pétursson frá Póst- og fjarskiptastofnun. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Kl. 14:05. Þá mættu á fund nefndarinnar Þórhildur Ólöf Helgadóttir, Kristinn Már Reynisson og Héðinn Gunnarsson frá Íslandspósti. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 506. mál - Fjarskiptastofa Kl. 15:05
Á fund nefndarinnar mætti Páll Heiðar Halldórsson frá Persónuvernd. Gerði hann grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

5) 378. mál - sveitarstjórnarlög og tekjustofnar sveitarfélaga Kl. 14:27
Á fund nefndarinnar mættu Hermann Sæmundsson, Stefanía Traustadóttir og Björn Ingi Óskarsson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Kynntu þau málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) 9. mál - íslensk landshöfuðlén Kl. 13:42
Frestað.

7) 613. mál - loftferðir Kl. 13:43
Nefndin ræddi málið.

8) Önnur mál Kl. 15:00
Nefndin ræddi starfið framundan.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:28