56. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn fimmtudaginn 29. apríl 2021 kl. 09:06


Mætt:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 09:06
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 09:06
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 09:06
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:06
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:06
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:06
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:06
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:06
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:06
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:06

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:06
Frestað.

2) 506. mál - Fjarskiptastofa Kl. 09:06
Á fund nefndarinnar mættu Jón R. Kristjánsson og Auður Inga Ingvarsdóttir frá Mílu. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá mættu á fund nefndarinnar Eiríkur Hauksson og Orri Hauksson frá Símanum. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Að lokum mætti á fund nefndarinnar Páll Ásgrímsson frá Sýn. Gerði hann grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Nefndin samþykkti að Líneik Anna Sævarsdóttir yrði framsögumaður málsins.

3) 275. mál - skipulagslög Kl. 10:34
Á fund nefndarinnar mættu Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra og Magnús Dige Baldursson og Hafsteinn Pálsson frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Svöruðu gestir spurningum nefndarmanna.

4) 9. mál - íslensk landshöfuðlén Kl. 10:48
Á fund nefndarinnar mætti Víðir Smári Petersen og svaraði spurningum nefndarmanna.

5) 613. mál - loftferðir Kl. 11:03
Nefndin ræddi málið.

Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af BergÓ, JónG, KÓP, VilÁ, LínS, KGH, ATG og GBr. HKF sat hjá.

Að nefndaráliti meiri hluta með breytingartillögu standa Ari Trausti Guðmundsson, Jón Gunnarsson, Vilhjálmur Árnason, Kolbeinn Óttarsson Proppé og Líneik Anna Sævarsdóttir.

6) 534. mál - póstþjónusta og Byggðastofnun Kl. 11:04
Nefndin samþykkti að Líneik Anna Sævarsdóttir yrði framsögumaður málsins.

7) Önnur mál Kl. 11:05
Nefndin samþykkti að funda föstudaginn 30. apríl.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:09