67. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn föstudaginn 21. maí 2021 kl. 13:03


Mætt:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 13:03
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 13:03
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 13:03
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 13:03
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 13:03
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 13:56
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 13:03
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 13:22
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 13:03

Vilhjálmur Árnason var fjarverand.
Andrés Ingi Jónsson vék af fundi kl. 15:05.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:42
Fundargerðir 65. og 66. fundar voru samþykktar

2) 708. mál - hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl. Kl. 13:03
Á fund nefndarinnar mættu Guðrún Vaka Steingrímsdóttir og Kári Gautason frá Bændasamtökum Íslands. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá mættu á fund nefndarinnar Rakel Kristjánsdóttir og Frigg Thorlacius frá Umhverfisstofnun. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarinnar.

Að lokum mættu á fund nefndarinnar Áslaug Hulda Jónsdóttir og Sigurður Halldórsson frá Pure North Recycling. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Úrvinnsla og endurnýting á plasti Kl. 14:10
Á fund nefndarinnar mættu Áslaug Hulda Jónsdóttir og Sigurður Halldórsson frá Pure North Recycling. Ræddu gestir við nefndarmenn um málið og svöruðu spurningum.

Þá mættu á fund nefndarinnar Steinunn Fjóla Sigurðardóttir, Guðmundur B. Ingvarsson og Trausti Hermannsson frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og Ólafur Kjartansson, Guðlaugur G. Sverrisson og Íris Gunnarsdóttir frá Úrvinnslusjóði. Ræddu gestir við nefndarmenn um málið og svöruðu spurningum.

Eftir að gestir höfðu vikið af fundi ræddi nefndin um málið.

4) 208. mál - skipalög Kl. 15:45
Framsögumaður málsins, Ari Trausti Guðmundsson, fór yfir drög að nefndaráliti. Nefndin ræddi málið.

Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.
Að nefndaráliti með breytingartillögu standa allir viðstaddir nefndarmenn. Vilhjálmur Árnason var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

5) 613. mál - loftferðir Kl. 15:58
Framsögumaður málsins, Ari Trausti Guðmundsson, kynnti drög að breytingartillögu og ræddi nefndin málið.

Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.

Að breytingartillögu meiri hluta standa Ari Trausti Guðmundsson, Guðjón S. Brjánsson, Hanna Katrín Friðriksson, Jón Gunnarsson, Kolbeinn Óttarsson Proppé og Líneik Anna Sævarsdóttir.

6) Önnur mál Kl. 16:01
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:01