78. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn miðvikudaginn 9. júní 2021 kl. 15:05


Mætt:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 15:05
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 15:05
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 15:05
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 15:05
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 15:05
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 15:05
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 15:05
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 15:05
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 15:05
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 15:05

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:05
Fundargerðir 75. - 77. fundar voru samþykktar.

2) 712. mál - umhverfismat framkvæmda og áætlana Kl. 15:05
Nefndin ræddi málið.

Nefndin samþykkti að fela framsögumanni að flytja breytingartillögu við 2. umræðu málsins.

3) 370. mál - áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða Kl. 15:15
Nefndin ræddi málið.

4) 369. mál - Hálendisþjóðgarður Kl. 15:20
Nefndin ræddi málið.

Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Að nefndaráliti með frávísunartillögu standa Líneik Anna Sævarsdóttir, Jón Gunnarsson, Ari Trausti Guðmundsson, Kolbeinn Óttarsson Proppé og Vilhjálmur Árnason.

Karl Gauti Hjaltason, Bergþór Ólason, Hanna Katrín Friðriksson og Guðjón S. Brjánsson boðuðu sérálit.

5) 534. mál - póstþjónusta og Byggðastofnun Kl. 14:15
Nefndin ræddi málið

Nefndin samþykkti að fela framsögumanni að flytja breytingartillögu við 2. umræðu málsins.

6) Önnur mál Kl. 15:32
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:32