7. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 152. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn fimmtudaginn 20. janúar 2022 kl. 09:00


Mætt:

Vilhjálmur Árnason (VilÁ) formaður, kl. 09:00
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG) 1. varaformaður, kl. 09:00
Bjarni Jónsson (BjarnJ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:05
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 09:00
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:00
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 09:00

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 6. fundar var samþykkt.

2) 169. mál - fjarskipti o.fl. Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar mættu Orri Hauksson og Eiríkur Hauksson frá Símanum og Jón Kristjánsson og Auður Inga Ingvarsdóttir frá Mílu.

Þá mættu á fund nefndarinnar Páll Ásgrímsson og Sigurbjörn Eiríksson frá Vodafone og Benedikt Ragnarsson og Gunnar A. Ólafsson frá Nova ásamt Heimi Erni Herbertssyni lögmanni Nova.

Nefndin samþykkti að óska eftir samningi milli íslenska ríkisins og Mílu ehf. um kvöð vegna þjóðhagslega mikilvægra fjarskiptaneta, sbr. 51. gr. þingskapa.

3) 185. mál - áhafnir skipa Kl. 10:03
Nefndin samþykkti að Halla Signý Kristjánsdóttir verði framsögumaður málsins.

Samþykkt var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.

4) 186. mál - loftferðir Kl. 10:05
Nefndin samþykkti að Njáll Trausti Friðbertsson verði framsögumaður málsins.

Samþykkt var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.

5) 8. mál - loftslagsmál Kl. 10:05
Nefndin samþykkti að Andrés Ingi Jónsson verði framsögumaður málsins.

Samþykkt var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.

6) 11. mál - framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2 Kl. 10:06
Nefndin samþykkti að Njáll Trausti Friðbertsson verði framsögumaður málsins.

Samþykkt var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.

7) Önnur mál Kl. 10:06
Nefndin ræddi störf nefndarinnar og fyrirkomulag næstu funda.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:10