8. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 152. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn þriðjudaginn 25. janúar 2022 kl. 09:02


Mætt:

Vilhjálmur Árnason (VilÁ) formaður, kl. 09:02
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG) 1. varaformaður, kl. 09:02
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:02
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:02
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 09:02
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:02
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) fyrir Bjarna Jónsson (BjarnJ), kl. 09:02
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:02
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:02
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 09:02


Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:02
Fundargerð 7. fundar var samþykkt.

2) Umhverfismat vegna fiskeldis. Áminning Eftirlitsstofnunar EFTA Kl. 09:03
Á fund nefndarinnar mætti Auður Önnu Magnúsdóttir frá Landvernd.

Þá mættu Steinunn Fjóla Sigurðardóttir og Magnús Dige Baldursson frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og Kolbeinn Árnason og Ásta Einarsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.

3) 169. mál - fjarskipti o.fl. Kl. 10:22
Á fund nefndarinnar mættu Sigríður Rafnar Pétursdóttir og Birgir Rafn Þráinsson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu.

Þá ræddi nefndin afhendingu afrits af samningi stjórnvalda við Mílu. Formaður greindi frá því að samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefði óskað eftir trúnaði um efni samningsins og nefndin þyrfti að ákveða hvort hún tæki við samningnum í trúnaði, sbr. 1. mgr. 37. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis og 3. mgr. 50. gr. þingskapa. Nefndin ákvað að taka ekki við samningnum þar sem ráðuneytið upplýsti nefndina um að meginatriði samningsins hefðu komið fram í tilkynningu stjórnvalda sem miðlað var til fjölmiðla og nefndin hafði þegar fengið afrit af.

4) Önnur mál Kl. 11:08
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:09