9. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 152. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn fimmtudaginn 27. janúar 2022 kl. 09:06


Mætt:

Vilhjálmur Árnason (VilÁ) formaður, kl. 09:06
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG) 1. varaformaður, kl. 09:06
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:06
Bergþór Ólason (BergÓ), kl. 09:06
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:06
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 09:06
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:06
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:06
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:06
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:06
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 09:06

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Áheyrnaraðild Kl. 09:06
Formaður upplýsti nefndina um að þingflokkur Miðflokksins hefði tilnefnt Bergþór Ólason sem áheyrnarfulltrúa í nefndinni, sbr. 1. mgr. 7. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis, í stað Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.

2) Fundargerð Kl. 09:06
Fundargerð 8. fundar var samþykkt.

3) Kynning á þingmálaskrá umhverfis- orku- og loftslagsráðherra á 152. löggjafarþingi Kl. 09:07
Á fund nefndarinnar mættu Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis- orku- og loftslagsráðherra, Steinunn Fjóla Sigurðardóttir, Halla Sigrún Sigurðardóttir, Sigríður Svana Helgadóttir frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og Unnur Brá Konráðsdóttir og Steinar Ingi Kolbeins aðstoðarmenn ráðherra.
Ráðherra kynnti þingmálaskrá sína og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) 171. mál - hringtenging rafmagns á Vestfjörðum Kl. 10:13
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 3 vikna fresti.
Nefndin samþykkti að Helga Vala Helgadóttir yrði framsögumaður málsins.

5) Önnur mál Kl. 10:15
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:17