13. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 8. febrúar 2022 kl. 09:02


Mætt:

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG) 1. varaformaður, kl. 09:02
Bjarni Jónsson (BjarnJ) 2. varaformaður, kl. 09:09
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:02
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:02
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 09:02
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:02
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:02
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:02
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 09:02

Vilhjálmur Árnason boðaði forföll.

Nefndarritarar:
Inga Skarphéðinsdóttir
Marta Mirjam Kristinsdóttir

Gestir tóku þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:02
Fundargerð 12. fundar var samþykkt.

2) 186. mál - loftferðir Kl. 09:49
Á fund nefndarinnar mættu Ólafur Kr. Hjörleifsson og Valgerður B. Eggertsdóttir frá innviðaráðuneytinu. Kynntu þau málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 185. mál - áhafnir skipa Kl. 09:02
Á fund nefndarinnar mættu Ólafur Kr. Hjörleifsson og Eggert Ólafsson frá innviðaráðuneytinu. Kynntu þeir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

kl. 10:30
Á fund nefndarinnar mættu Guðmundur Helgi Þórarinsson og Halldór Arnar Guðmundsson frá Félagi vélstjóra og málmtæknimanna, Árni Sverrisson og Páll Ægir Pétursson frá Félagi skipstjórnarmanna, Valmundur Valmundsson frá Sjómannasambandi Íslands, Örvar Marteinsson frá Samtökum smærri útgerða og Hilmar Snorrason frá Slysavarnaskóla sjómanna.

Nefndin samþykkti, með vísan til 51. gr. þingskapa, að óska eftir minnisblaði frá ráðuneytinu með viðbrögðum við umsögnum um málið.

4) 197. mál - bygging hátæknisorpbrennslustöðvar Kl. 11:15
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.
Ákvörðun um framsögumann máls var frestað.

5) Önnur mál Kl. 11:16
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:16