20. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 10. mars 2022 kl. 09:01


Mætt:

Vilhjálmur Árnason (VilÁ) formaður, kl. 09:01
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:01
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:01
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 09:01
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:01
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 09:01
Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv) fyrir Helgu Völu Helgadóttur (HVH), kl. 09:01

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Bjarni Jónsson boðuðu forföll.


Orri Páll Jóhannsson og gestir tóku þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:01
Fundargerð 19. fundar var samþykkt.

2) 332. mál - áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða Kl. 09:01
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigríði Svönu Helgadóttur og Herdísi Helgu Schopka frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti.

Nefndin samþykkti að óska eftir eftirfarandi gögnum með vísan til 51. gr. þingskapa.
1) Samanburðartöflu á uppsettu afli í MW ásamt raunverulegri orkuframleiðslugetu fyrir hvern virkjunarkost í 2. og 3. áfanga (í vernd-, bið- og orkunýtingarflokki) auk sömu upplýsinga fyrir virkjunarkosti í drögum að tillögu um flokkun virkjunarkosta hjá verkefnisstjórn 4. áfanga.
2) Minnisblað varðandi það hvort vindorka félli undir gildissvið rammaáætlunar.
3) Minnisblað um þróun orkuverðs frá aldamótum, sérstaklega breytingar á orkuverði frá október 2021.

3) 185. mál - áhafnir skipa Kl. 10:22
Nefndin fjallaði um málið.

4) Önnur mál Kl. 10:24
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:24