24. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 22. mars 2022 kl. 09:08


Mætt:

Vilhjálmur Árnason (VilÁ) formaður, kl. 10:48
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG) 1. varaformaður, kl. 09:08
Bjarni Jónsson (BjarnJ) 2. varaformaður, kl. 09:08
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:08
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:08
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 09:08
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:08
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:08
Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv) fyrir Helgu Völu Helgadóttur (HVH), kl. 09:08

Orri Páll Jóhannsson var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis. Ingibjörg Isaksen vék af fundi kl. 10:29 og Jakob Frímann Magnússon kl. 10:54.

Nefndarritari: Marta Mirjam Kristinsdóttir

Gestir tóku þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:08
Fundargerðir 22 og 23. fundar voru samþykktar.

2) 332. mál - áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða Kl. 16:20
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðjón Bragason og Kristínu Ólafsdóttur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Ástu Stefánsdóttur frá Bláskógabyggð, Jón G. Valgeirsson og Halldóru Hjörleifsdóttur frá Hrunamannahrepp, Sylvíu Karen Heimisdóttur og Björgvin Skafta Bjarnason frá Skeiða- og Gnúpverjahreppi, Jón Björn Hákonarson frá Fjarðabyggð og Gísla Sigurðsson, Ólöf Bjarna Haraldsson, Álfhildi Leifsdóttur og Sigfús Inga Sigfússon frá Sveitarfélaginu Skagafirði.

Því næst mætti Jóhannes Þór Skúlason og Ágús Elvar Bjarnason frá Samtökum ferðaþjónustunnar og Sigríður Mogensen, Sigurður Hannesson og Lárus Ólafsson frá Samtökum iðnaðarins.

Á fund nefndarinnar mættu að lokum Hildigunnur H. Thorsteinsson frá Orkuveitu Reykjavíkur og Berglind Rán Ólafsdóttur frá Orku náttúrunnar.

3) Önnur mál Kl. 11:01
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:11