28. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 1. apríl 2022 kl. 13:04


Mætt:

Vilhjálmur Árnason (VilÁ) formaður, kl. 13:04
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG) 1. varaformaður, kl. 13:04
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 13:04
Dagbjört Hákonardóttir (DagH) fyrir Helgu Völu Helgadóttur (HVH), kl. 13:04
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 13:04
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 13:04
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 13:04
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 13:04
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 13:15

Halla Signý Kristjánsdóttir, Ingibjörg Isaksen og gestir tóku þátt í fundinum með fjarfundabúnaði. Bjarni Jónsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Marta Mirjam Kristinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:04
Dagskrárlið frestað.

2) Olíuslysið á Suðureyri Kl. 13:04
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Birgi Gunnarsson, Axel Rodriguez Överby, Guðmund M. Kristjánsson og Sigurð Arnar Jónsson frá Ísafjarðarbæ og Anton Helgason frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða.

Þá mættu á fund nefndarinnar Sigríður Kristinsdóttir og Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir frá Umhverfisstofnun á fund nefndarinnar.

3) 43. mál - fjarskipti Kl. 14:25
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigurbjörn Eiríksson frá Sýn.

Þá fékk nefndin á fundinn Jóhönnu Ösp Einarsdóttur frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga og Vestfjarða, Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur frá Dalabyggð, Hildi Þórisdóttur og Stefán Boga Sveinsson frá Múlaþingi og Sigfús Inga Sigfússon, Gísla Sigurðsson, Stein Leó Sveinsson og Jóhönnu Ey Harðardóttur frá Sveitarfélaginu Skagafirði.

4) 185. mál - áhafnir skipa Kl. 15:08
Tillaga formanns um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af Vilhjálmi Árnasyni, Höllu Signý Kristjánsdóttur, Ingibjörg Isaksen, Njáli Trausta Friðbertssyni og Orra Páli Jóhannssyni.

Vilhjálmur Árnason, Halla Signý Kristjánsdóttir, Ingibjörg Isaksen, Njáll Trausti Friðbertsson og Orri Páll Jóhannsson skrifuðu undir nefndarálit meiri hluta með breytingatillögu.
Jakob Frímann Magnússon, áheyrnafulltrúi í nefndinni, lýsti sig samþykkan álitinu.

5) 461. mál - fjarskipti Kl. 15:15
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðnir dags. 30. mars 2022, sem sendar voru á grundvelli heimildar formanns skv. 2. mgr. 23. gr. starfsreglna, með fresti til 13. apríl 2022.
Nefndin samþykkti að Njáll Trausti Friðbertsson yrði framsögumaður málsins.

Þá samþykkti nefndin, með vísan til 51. gr. þingskapa, að óska eftir 1) minnisblaði innviðaráðuneytisins um 3. mgr. 89. gr. frumvarpsins 2) minnisblaði dómsmálaráðuneytisins um gildi 3. mgr. 89. gr. við rannsókn og meðferð sakamála.

6) Önnur mál Kl. 15:30
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:44