48. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 14. júní 2022 kl. 10:36


Mætt:

Vilhjálmur Árnason (VilÁ) formaður, kl. 10:36
Bjarni Jónsson (BjarnJ) 2. varaformaður, kl. 10:36
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 10:36
Bergþór Ólason (BergÓ), kl. 10:36
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 10:36
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 10:36
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 10:36
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 10:36
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 10:36
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 10:36

Nefndarritari: Marta Mirjam Kristinsdóttir

Bókað:

1) 470. mál - leigubifreiðaakstur Kl. 10:36
Tillaga formanns um að málið yrði afgreitt úr nefndinni til 2. umræðu var samþykkt af Vilhjálmi Árnasyni, Höllu Signýju Kristjánsdóttur, Bjarna Jónssyni, Ingibjörgu Isaksen, Njáli Trausta Friðbertssyni, Orra Pál Jóhannssyni. Andrés Ingi Jónsson, Helga Vala Helgadóttir og Jón Steindór Valdimarsson greiddu atkvæði gegn afgreiðslu málsins.

Að nefndaráliti meiri hluta með breytingatillögu standa Vilhjálmur Árnason, Halla Signý Kristjánsdóttir, Bjarni Jónsson, Ingibjörg Isaksen, Njáll Trausti Friðbertsson, Orri Páll Jóhannsson.

2) Önnur mál Kl. 10:43
Nefndin ræddi starfið á næsta löggjafarþingi.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:47