19. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 24. nóvember 2022 kl. 09:04


Mætt:

Vilhjálmur Árnason (VilÁ) formaður, kl. 09:04
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG) 1. varaformaður, kl. 09:04
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:04
Bergþór Ólason (BergÓ), kl. 09:04
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:04
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:04
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:04
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 09:45
René Biasone (RenB) fyrir Bjarna Jónsson (BjarnJ), kl. 09:04
Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv), kl. 09:04

Þórunn Sveinbjarnardóttir tók þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði sbr. heimild í 1. mgr. 17. gr. þingskapa.

Ingibjörg Isaksen boðaði forföll vegna þingstarfa erlendis.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:04
Fundargerðir 17. og 18. fundar voru samþykktar.

2) 167. mál - leigubifreiðaakstur Kl. 09:05
Nefndin ræddi málið.

3) 279. mál - farþegaflutningar og farmflutningar á landi Kl. 09:26
Nefndin ræddi málið.

4) Hreinsun Heiðarfjalls Kl. 09:45
Nefndin samþykkti með vísan til 2. mgr. 2. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis eftirfarandi bókun:

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur fjallað um skýrslu umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um hreinsun Heiðarfjalls á þingskjali 899, 642. mál frá 152. löggjafarþingi. Nefndin leggur áherslu á að ráðist verði í þær rannsóknir sem skipt er í þrjá áfanga í skýrslunni og eftir eru til að klára seinni hluta frumrannsóknar sem skýrsla ráðherra kveður á um. Áætlaður kostnaður vegna þessara þriggja þátta er á bilinu 55 til 70 milljónir króna. Fram kemur í skýrslunni að ráðuneytið hefur hvorki fjárveitingu á málefnasviði þess til að ráðast í svo kostnaðarsama rannsókn né til hreinsunar á úrgangs- og spilliefnum sem af henni leiðir. Nefndin beinir því til fjárlaganefndar Alþingis að áætlaðir fjármunir vegna seinni hluta frumrannsóknarinnar verði tryggðir í fjárlögum ársins 2023 og að ráðherra tryggi að frumrannsóknin nái fram að ganga svo fljótt sem auðið er. Þá beinir nefndin því til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að ráðist verði í hreinsun á þeim úrgangs- og spilliefnum sem finna má á Heiðarfjalli.

5) Skýrsla Ríkisendurskoðunar. Úrvinnslusjóður. Stjórnsýsluúttekt - skýrsla að beiðni Alþingis Kl. 09:28
Nefndin ræddi málið.

6) Fræðsluferð til Bretlands 2022 Kl. 09:33
Nefndin ræddi dagskrá ferðarinnar.

7) 56. mál - kaup á nýrri Breiðafjarðarferju Kl. 09:49
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.
Nefndin samþykkti að Halla Signý Kristjánsdóttir yrði framsögumaður málsins.

8) 60. mál - Sundabraut Kl. 09:49
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.
Nefndin samþykkti að Njáll Trausti Friðbertsson yrði framsögumaður málsins.

9) Önnur mál Kl. 09:50
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:50