1. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 9. október 2013 kl. 09:03


Mættir:

Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ) formaður, kl. 09:03
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 09:03
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 09:03
Margrét Gauja Magnúsdóttir (MGM) fyrir KaJúl, kl. 09:39
Róbert Marshall (RM), kl. 09:03
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:45

Nefndarritari: Þórunn Pálína Jónsdóttir

BÁ boðaði forföll vegna veikinda barns.
BN boðaði forföll vegna annarra þingstarfa.
BirgJ mætti ekki.

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 09:03
Afgreiðslu var frestað.

2) Kynning á þinglegri meðferð EES-mála á 143. þingi. Kl. 09:04
Þröstur Freyr Gylfason, nefndarritari utanríkismálanefndar, var með kynningu og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) Staða rammaáætlunar. Kl. 09:50
Á fund nefndarinnar komu Stefán Gíslason, formaður verkefnisstjórnar rammaáætlunar, og Herdís Helga Schopka. Þau kynntu stöðu rammaáætlunar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Kynning á þingmálaskrá umhverfis- og auðlindaráðherra. Kl. 10:50
Ráðherra kom á fund nefndarinnar ásamt Sigríði Auði Arnardóttur og Jóni Geir Péturssyni. Þau kynntu þingmálaskrá umhverfis- og auðlindaráðherra og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál Kl. 12:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:00