4. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 4. nóvember 2013 kl. 09:30


Mættir:

Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ) formaður, kl. 09:36
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 09:36
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 10:07
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 09:36
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:36
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 09:36
Róbert Marshall (RM), kl. 09:36
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:36

Nefndarritari: Þórunn Pálína Jónsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 09:35
Fundargerð 3. fundar var samþykkt athugasemdalaust.

2) 96. mál - myglusveppur og tjón af völdum hans Kl. 09:36
Tillaga var borin upp um að málið verði sent út til umsagnar. Það var samþykkt og umsagnarfrestur ákveðinn tvær vikur.

3) 120. mál - mat á umhverfisáhrifum Kl. 09:36
Tillaga var borin upp um að málið verði sent út til umsagnar. Það var samþykkt og umsagnarfrestur ákveðinn tvær vikur.

4) 122. mál - landsnet ferðaleiða Kl. 09:36
Tillaga var borin upp um að málið verði sent út til umsagnar. Það var samþykkt og umsagnarfrestur ákveðinn tvær vikur.

5) 61. mál - byggingarvörur Kl. 09:39
Á fund nefndarinnar mættu Steinunn Fjóla Sigurðardóttir og Hafsteinn Pálsson frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, og Benedikt Jónsson og Ingibjörg Halldórsdóttir frá Mannvirkjastofnun. Gestirnir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) EES-mál - lágmarksþjálfun sjómanna Kl. 10:22
Ólafur Briem frá Samgöngustofu og Björn Freyr Björnsson frá innanríkisráðuneyti mættu á fund nefndarinnar og kynntu málið. Gestir svörðuðu svo spurningum nefndarmanna.

7) Önnur mál Kl. 10:57
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00