9. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 20. nóvember 2013 kl. 09:03


Mættir:

Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ) formaður, kl. 09:03
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:06
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 09:10
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:03
Guðbjartur Hannesson (GuðbH) fyrir KaJúl, kl. 09:03
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 09:03
Róbert Marshall (RM), kl. 09:17
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:07

Nefndarritari: Þórunn Pálína Jónsdóttir

HE var fjarverandi.
BirgJ og RM véku af fundi kl. 10:55.

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 09:03
Dagksrárlið var frestað.

2) Kynning á þingmálaskrá. Kl. 09:03
Hanna Birna Þórðardóttir, innanríkisráðherra og Ragnhildur Haltadóttir frá innanríkisráðuneytinu mættu á fund nefndarinnar, kynntu þingmál ráðuneytisins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Úranvinnsla Grænlendinga. Kl. 10:05 - Opið fréttamönnum
Sigurður M. Magnússon frá Geislavörnum ríkisins, Helgi Jensson frá Umhverfisstofnun, Ernst Henningsen frá Danska sendiráðinu og Hermann Ingólfsson og Atli Már Sigurðsson frá utanríkisráðuneytinu mættu á fund nefndarinnar, ræddu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 11:30
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:30