14. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 4. desember 2013 kl. 09:00


Mætt:

Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ) formaður, kl. 09:07
Katrín Júlíusdóttir (KaJúl) 1. varaformaður, kl. 09:07
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 09:07
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) fyrir JÞÓ, kl. 09:07
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 09:07
Róbert Marshall (RM), kl. 09:07
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:38

Nefndarritari: Þórunn Pálína Jónsdóttir

BÁ og BN voru fjarverandi.

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 09:00
Afgreiðslu var frestað.

2) Ákvörðun um að hafa 3. dagskrárlið opinn fjölmiðlum frá kl. 9:05 til kl. 11:15. Kl. 09:07
Lagt var til að dagskrárliður 3 yrði opinn fjölmiðlum. Það var samþykkt án athugasemda.

3) Persónuupplýsingar hjá fjarskiptafyrirtækjum. Kl. 10:22 - Opið fréttamönnum
Á fund nefndarinnar mættu Ómar Svavarsson, Hrannar Pétursson og Kjartan Briem frá Vodafone, Hrafnkell Gíslason, Björn Geirsson og Þorleifur Jónasson frá Póst- og fjarskiptastofnun, Jón F. Bjartmarz og Jónas Ingi frá embætti ríkislögreglustjóra, Hörður Helgason frá Persónuvernd, Sævar Freyr Þráinsson og Guðbjörn Sverrir Hreinsson frá Símanum, Petrea Guðmundsdóttir og Steinar Kristjánsson frá Tal og Jóakim Reynisson frá Nova. Einnig mættu á fundinn undir lokuðum dagskrárlið Sigurbergur Björnsson og Þórunn J. Hafstein frá Innanríkisráðuneytinu. Gestirnir svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 12:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:00