15. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 5. desember 2013 kl. 13:00


Mættir:

Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ) formaður, kl. 13:21
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 13:21
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 14:40
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 13:21
Róbert Marshall (RM), kl. 13:21
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 13:21

Nefndarritari: Þórunn Pálína Jónsdóttir

KaJúl, JÞÓ og BN voru fjarverandi.

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 13:21
Fundargerðir seinustu þriggja funda voru samþykktar athugasemdalaust.

2) Kynning frá Hagstofunni. Kl. 13:22
Albert Sigurðsson og Rósmundur Guðnason komu frá Hagstofu Íslands og kynntu mál er varðar úrvinnslu umhverfis- og auðlindatölfræði hjá stofnuninni. Því næst svöruðu þeir spurningum nefndarmanna.

3) 215. mál - meðhöndlun úrgangs Kl. 14:08
Kjartan Ingvarsson frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu mætti á fund nefndarinnar, kynnti málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) 214. mál - loftslagsmál Kl. 14:40
Glóey Finnsdóttir frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu kom á fund nefndarinnar, ræddi málið og svaraði spurningum nefndarmanna. Ákveðið var að senda málið út til umsagnar og veita vikufrest.

5) 102. mál - könnun á hagkvæmni þess að draga úr plastpokanotkun Kl. 14:55
Lagt var til að málið yrði sent út til umsagnar og að umsagnarfrestur yrði tvær vikur. Ákveðið var að senda málið út til umsagnar og veita vikufrest.

6) 103. mál - umbótasjóður opinberra bygginga Kl. 15:09
Lagt var til að málið yrði sent út til umsagnar og að umsagnarfrestur yrði tvær vikur. Það var samþykkt.

7) 202. mál - flutningur stjórnsýslu um málefni hreindýra Kl. 15:10
Lagt var til að málið yrði sent út til umsagnar og að umsagnarfrestur yrði tvær vikur. Það var samþykkt.

8) 203. mál - háhraðanettengingar í dreifbýli Kl. 15:10
Lagt var til að málið yrði sent út til umsagnar og að umsagnarfrestur yrði tvær vikur. Það var samþykkt.

9) 169. mál - stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs Kl. 15:10
Lagt var til að málið yrði sent út til umsagnar og að umsagnarfrestur yrði tvær vikur. Það var samþykkt.

10) Önnur mál Kl. 15:10
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:11