45. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 1. apríl 2014 kl. 18:00


Mættir:

Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ) formaður, kl. 18:37
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 18:37
Árni Páll Árnason (ÁPÁ) fyrir KaJúl, kl. 18:37
Brynhildur S. Björnsdóttir (BSB) fyrir RM, kl. 18:37
Brynjar Níelsson (BN), kl. 18:37
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 18:37
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 18:37
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) fyrir BÁ, kl. 18:37
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 18:37

Nefndarritari: Þórunn Pálína Jónsdóttir

Bókað:

1) Frestun verkfallsaðgerða á Herjólfi VE. Kl. 21:20
Nefndin fékk á sinn fund Ragnhildi Hjaltadóttur, Björn Frey Björnsson og Sigurberg Björnsson frá innanríkisráðuneytinu, Berg Þorkelsson og Jónas Garðarsson frá Sjómannafélagi Íslands, Hrafnhildi Stefánsdóttur frá Samtökum atvinnulífsins, Björgu Thorarensen, Ástráð Haraldsson, Gylfa Arinbjarnason frá Alþýðusambandi Íslands og Magnús Pétursson ríkissáttasemjara. Bókað var að Árni Páll Árnason, Katrín Jakobsdóttir, Brynhildur S. Björnsdóttir og Jón Þór Ólafsson mótmæltu að fleiri fulltrúum atvinnulífsins væri ekki boðið á fund nefndarinnar vegna málsins. Nefndin ræddi málið. Meirihluti nefndar afgreiddi nefndarálit þess efnis að hún styddi málið. Á því áliti voru Höskuldur Þórhallsson, Haraldur Einarsson, Unnur Brá Konráðsdóttir (frsm), Vilhjálmur Árnason og Brynjar Níelsson. Að minnihlutaáliti stóðu Árni Páll Árnason, Katrín Jakobsdóttir, Brynhildur S. Björnsdóttir, og Jón Þór Ólafsson

2) Önnur mál Kl. 22:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 22:00