49. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 30. apríl 2014 kl. 10:00


Mættir:

Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ) formaður, kl. 10:06
Katrín Júlíusdóttir (KaJúl) 1. varaformaður, kl. 10:15
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 10:06
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 10:06
Brynhildur S. Björnsdóttir (BSB) fyrir RM, kl. 10:06
Brynjar Níelsson (BN), kl. 10:06
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 11:20
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 10:06
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 10:20

Nefndarritari: Þórunn Pálína Jónsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð


2) 376. mál - losun og móttaka úrgangs frá skipum Kl. 10:23
Á fund nefndarinnar mættu Gísli Gíslason frá Hafnasambandi Íslands, Friðrik Friðriksson frá Landssambandi ísl. útvegsmanna, Guðbergur Rúnarsson frá Samtökum fiskvinnslustöðva, Helga Jensson frá Umhverfisstofnun, Rósa Magnúsdóttir og Ólöf Vilbergsdóttir frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Gestirnir fóru yfir umsagnir sínar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 234. mál - hafnalög Kl. 11:00
Nefndin ræddi málið.

4) 221. mál - siglingavernd o.fl. Kl. 11:20
Nefndin ræddi málið.

5) 284. mál - umferðarlög Kl. 11:50
Frestað.

6) Önnur mál Kl. 11:50
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:50