53. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 8. maí 2014 kl. 13:30


Mættir:

Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ) formaður, kl. 13:39
Katrín Júlíusdóttir (KaJúl) 1. varaformaður, kl. 13:39
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 13:39
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 15:18
Brynhildur S. Björnsdóttir (BSB) fyrir RM, kl. 13:41
Brynjar Níelsson (BN), kl. 13:40
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 13:42
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 14:00

Nefndarritari: Þórunn Pálína Jónsdóttir

Jón Þór Ólafsson var fjarverandi.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:30
Samþykkt fundargerðar var frestað.

2) 512. mál - skipulagslög Kl. 13:49
Á fund nefndarinnar mættu Bjarki Jóhannesson frá Hafnafjarðarbæ, Erna Hrönn Geirsdóttir frá Reykjavíkurborg, Guðjón Bragason og Þóra Björg Jónsdóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Ottó Björgvin Ólafsson, Málfríður K. Kristianssen og Ásdís Hlökk Theódórsdóttir frá Skipulagsstofnun. Gestirnir fóru yfir umsagnir sínar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 495. mál - fjögurra ára samgönguáætlun 2013--2016 Kl. 14:36
Á fund nefndarinnar mættu Árni Sigfússon frá Reykjanesbæ og atvinnu- og hafnasviði Reykjanesbæjar, Bryndís Gunnlaugsdóttir og Sigurður Kristmundsson frá Grindavíkurbæ, Morten Lange og Haukur Eggertsson frá Landssamtökum hjólreiðamanna. Gestirnir fóru yfir umsagnir sínar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Bráðabirgðaákvæði í loftslagslög Kl. 17:50
Nefndin ræddi málið.

5) 376. mál - losun og móttaka úrgangs frá skipum Kl. 17:55
Nefndin ræddi málið.

6) Önnur mál Kl. 18:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 18:00