1. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 15. september 2014 kl. 10:05


Mættir:

Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ) formaður, kl. 10:05
Katrín Júlíusdóttir (KaJúl) 1. varaformaður, kl. 10:27
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 10:05
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 10:16
Brynjar Níelsson (BN), kl. 10:05
Guðmundur Steingrímsson (GStein) fyrir Róbert Marshall (RM), kl. 10:05
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG) fyrir Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 10:05
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 10:05
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 10:05

Helgi Hrafn Gunnarsson vék af fundi kl. 10:40.
Svandís Svavarsdóttir vék af fundi kl. 11:00.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fjarskiptamál á Vestfjörðum Kl. 10:05
Nefndin fjallaði um fjarskiptamál á Vestfjörðum og fékk á sinn fund Albertínu Elíasdóttur frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga. Auk hennar tók Aðalsteinn Óskarsson frá fjórðungssambandinu þátt í fundinum í gegnum síma.

2) Álag á ferðamannasvæði Kl. 11:30
Nefndin fékk á sinn fund Þórarin Ívarsson frá Veraldarvinum sem fjallaði um álag á fjölfarin ferðamannasvæði og kynnti starf Veraldarvina fyrir nefndarmönnum.

3) Kjalvegur Kl. 11:00
Nefndin fjallaði um ástand Kjalvegar og fékk á sinn fund Pál Gíslason, Herbert Hauksson og Sigurdór Sigurðsson frá Fjallamönnum og Hveravinafélaginu.

4) Önnur mál Kl. 10:32
Nefndin fjallaði um skipulag á vinnu nefndarinnar á komandi vikum.

Fundi slitið kl. 11:46