10. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 29. október 2014 kl. 09:00


Mættir:

Katrín Júlíusdóttir (KaJúl) 1. varaformaður, kl. 09:00
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:00
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 09:00

Höskuldur Þór Þórhallsson, Róbert Marshall og Elín Hirst voru fjarverandi vegna þings Norðurlandaráðs.
Vilhjálmur Árnason hafði boðað forföll.
Helgi Hrafn Gunnarsson var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) 53. mál - mat á umhverfisáhrifum Kl. 09:00
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um 53. mál og fékk á sinn fund Kristínu Lindu Árnadóttur og Aðalbjörgu Birnu Guttormsdóttur frá Umhverfisstofnun, Rut Kristinsdóttur frá Skipulagsstofnun, Snorra Sigurðsson frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar og Guðjón Bragason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

2) 102. mál - umferðarlög Kl. 11:00
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um 102. mál og fékk á sinn fund Ómar Smára Ármannsson, Egil Bjarnason og Guðbrand Sigurðsson frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Jón Rúnar Pálsson frá Samtökum atvinnulífsins og Lísbet Einarsdóttur og Árna Jóhannsson frá Samtökum iðnaðarins.

3) Önnur mál Kl. 11:35
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:37