30. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 4. febrúar 2015 kl. 09:10


Mættir:

Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ) formaður, kl. 09:10
Katrín Júlíusdóttir (KaJúl) 1. varaformaður, kl. 09:10
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:22
Elín Hirst (ElH), kl. 09:45
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG) fyrir Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:10
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 09:10
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 10:30

Haraldur Einarsson og Róbert Marshall höfðu boðuð forföll.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 09:10
Samþykkt fundargerðar var frestað.

2) 305. mál - raforkulög Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um 305. og 321. mál samkvæmt umsagnarbeiðni frá atvinnuveganefnd og fékk á sinn fund Guðmund Inga Guðbrandsson frá Landvernd, Ásdísi Hlökk Theodórsdóttur og Ottó B. Óskarsson frá Skipulagsstofnun og Önnu Sverrisdóttur og Gunnar Val Sveinsson frá Samtökum ferðaþjónustunnar.

Þegar gestirnir hföðu yfirgefið fundinn komu á fundinn Haraldur Haraldsson, Kristján Sturluson og Bjarki Jóhannesson frá Hafnarfjarðarbæ, Ásgeir Eiríksson og Bergur Árnason frá Sveitarfélaginu Vogum og Pétur Þór Jónasson, Logi Einarsson og Jón Stefánsson frá Eyþingi í gegnum síma.

3) 321. mál - stefna stjórnvalda um lagningu raflína Kl. 09:10
Sjá fyrri dagskrárlið.

4) 28. mál - jafnt aðgengi að internetinu Kl. 10:35
Á fund nefndarinnar komu Hrafnkell V. Gíslason og Björn Geirsson frá Póst og fjarskiptastofnun, Guðjón Idir frá IMMI og Björn Davíðsson frá Snerpu og Þórunn Hálfdánardóttur og Sigurður Behrend frá Hugvangi í gegnum síma.

5) Önnur mál Kl. 11:20
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:25