39. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 11. mars 2015 kl. 10:10


Mættir:

Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ) formaður, kl. 10:10
Katrín Júlíusdóttir (KaJúl) 1. varaformaður, kl. 10:10
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 10:10
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 10:10
Elín Hirst (ElH), kl. 10:10
Róbert Marshall (RM), kl. 10:10
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 10:10
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 10:10

Birgir Ármannsson vék af fundi kl. 11:20.
Jón Þór Ólafsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) 244. mál - áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða Kl. 10:10
Nefndin fékk til umsagnar breytingartillögur meiri- og minni hluta atvinnuveganefndar vegna málsins. Á fund nefndarinnar komu Árni Snæbjörnsson frá Landssambandi veiðifélaga, Oddur Guðni Bjarnason frá Veiðifélagi Þjórsár, Orri Vigfússon frá Verndarsjóði villtra laxa, Árni Finnsson frá Náttúruverndarsamtökum Íslands, Ragnar Magnússon frá Hrunamannahreppi, Valtýr Valtýsson frá Bláskógabyggð, Þórður Ólafsson frá Vatnajökulsþjóðgarði, Hörður Arnarsson og Óli Grétar Sveinsson Blöndal frá Landsvirkjun og Stefán Gíslason, Þóra Ellen Þórhallsdóttir, Helga Barðadóttir og Hildur Jónsdóttir frá verkefnastjórn rammaáætlunar.

2) Önnur mál Kl. 12:15
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:15