47. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 20. apríl 2015 kl. 08:45


Mættir:

Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ) formaður, kl. 08:45
Katrín Júlíusdóttir (KaJúl) 1. varaformaður, kl. 08:45
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 09:35
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 08:45
Elín Hirst (ElH), kl. 08:45
Geir Jón Þórisson (GJÞ) fyrir Vilhjálm Árnason (VilÁ), kl. 08:45
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG) fyrir Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:33
Róbert Marshall (RM), kl. 08:45

Svandís Svavarsdóttir var fjarverandi.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:45
Samþykkt fundargerða var frestað.

2) 504. mál - farþegaflutningar á landi í atvinnuskyni Kl. 08:45
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Pál Gunnar Pálsson og Lárus Lárusson frá Samkeppniseftirlitinu og Daníel Reynisson og Holger Torp frá Samgöngustofu.

3) 503. mál - farmflutningar á landi Kl. 09:35
Á fund nefndarinnar komu Grétar H. Guðmundsson, Daði Sveinsson og Jón Sigurðsson frá Landssambandi vörubifreiðaeigenda, Halldór Árnason frá Samtökum atvinnulífsins og Árni Jóhannesson frá Samtökum iðnaðarins.

4) 560. mál - landmælingar og grunnkortagerð Kl. 10:15
Nefndin fékk á sinn fund Kjartan Ingvarsson frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti sem kynnti efni frumvarpsins og svaraði spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál Kl. 09:55
Nefndin fjallaði um skipulag á vinnu nefndarinnar.
Róbert Marshall vék máls á því að taka ætti þingmannamál til umfjöllunar.
Helgi Hrafn Gunnarsson vakti máls á því að hann hafi sent nefndinni drög að nefndaráliti vegna 28. máls - jafnt aðgengi að internetinu, og óskar að málið verði rætt í nefndinni.
Helgi Hrafn Gunnarsson bókar eftirfarandi vegna 28. máls - jafnt aðgengi að internetinu: „Ég bóka að formaður hefur ályktað að ég sé ekki lengur framsögumaður málsins þar sem ég er varamaður í nefndinni en ekki aðalmaður".

Fundi slitið kl. 10:50