50. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 29. apríl 2015 kl. 09:00


Mættir:

Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ) formaður, kl. 09:00
Katrín Júlíusdóttir (KaJúl) 1. varaformaður, kl. 09:00
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 09:00
Brynjar Níelsson (BN) fyrir Birgi Ármannsson (BÁ), kl. 09:00
Elín Hirst (ElH), kl. 09:00
Geir Jón Þórisson (GJÞ), kl. 09:00
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:15
Róbert Marshall (RM), kl. 09:00
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 09:06

Elín Hirst vék af fundi kl. 10:35 og kom til baka kl. 11:20.
Birgir Ármannsson var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) 504. mál - farþegaflutningar á landi í atvinnuskyni Kl. 09:00
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Sigurberg Björnsson, Mörtu Jónsdóttur og Ástu Þorleifsdóttur frá innanríkisráðuneyti og Daníel Reynisson og Holger Torp frá Samgöngustofu.

2) Aðgengismál fatlaðra. Kl. 10:05
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um aðgengismál fatlaðra og fékk á sinn fund Björn Karlsson frá Mannvirkjastofnun sem svaraði spurningum nefndarmanna.

3) Brennisteinsmengun frá Nesjavalla- og Hellisheiðarvirkjunum og áhrif á heilsu fólks. Kl. 10:30
Nefndin fjallaði um rannsókn á brennisteinsmengun frá Nesjavalla- og Hellisheiðarvirkjunum og áhrif hennar á heilsu fólks. Á fund nefndarinnar kom Ragnhildur Finnbjörnsdóttir, doktorsnema í lýðheilsuvísindum við HÍ.

4) 560. mál - landmælingar og grunnkortagerð Kl. 11:05
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Magnús Guðmundsson frá Landmælingum Íslands og Einar Jónsson frá Skipulagsstofnun.

5) 512. mál - meðferð elds og varnir gegn gróðureldum Kl. 11:30
Framsögumaður reifaði drög að nefndaráliti og formaður lagði til að málið yrði afgreitt sem allir nefndarmenn voru sammála um.

Að áliti meiri hlutans standa: HöskÞ, HE, ElH, BN og GJÞ.

6) 427. mál - uppbygging innviða fyrir ferðamenn til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum Kl. 11:40
Nefndin ræddi málið.

7) 28. mál - jafnt aðgengi að internetinu Kl. 11:50
Framsögumaður málsins lagði til að málið yrði afgreitt. Tillagan var felld í atkvæðagreiðslu.
Með afgreiðslu málsins voru: KaJúl, JÞÓ, SSv, RM.
Á móti afgreiðslu málsins voru: HöskÞ, HE, ElH, BN og GJÞ.

Formaður lagði til við umræðu um málið að nefndin fengi kynningu á skýrslu starfshóps innanríkisráðherra um landsátak í uppbyggingu fjarskiptainnviða áður en málið yrði afgreitt.

Katrín Júlíusdóttir, Róbert Marshall og Svandís Svavarsdóttir bóka eftirfarandi:
„Við undirrituð styðjum þingsályktunartillögu Pírata um jafnt aðgengi allra landsmanna að internetinu óháð búsetu og fjárhag. Þá teljum við að góð samstaða geti náðst um þetta mál í þinginu enda málið mikilvægt og markmiðið gott. Því teljum við sérkennilegt að meirihluti nefndarinnar skuli ekki treysta sér til að afgreiða málið út úr nefndinni og hafi lagst í sérstakan leiðangur til að sækja þingmenn inn í nefndina sem ekki eiga þar sæti til að fella úttekt á málinu í atkvæðagreiðslu.

Hvað meirihlutanum gengur til verður hann að útskýra en þær spurningar standa óneitanlega eftir hvort markmiðin falli ekki að stefnu ríkisstjórnarinnar? Vill ríkisstjórnin ekki jafnt aðgengi að internetinu óháð efnahag og búsetu? Ef hún vill það af hverju vill meirihlutinn ekki að ríkisstjórnin hafi staðfestan stuðning Alþingis við slík markmið?

Vonum við undirrituð að meirihlutinn sjái að sér og taki málið til umfjöllunar að nýju og samþykki að senda það til atkvæðagreiðslu á Alþingi.“

8) Önnur mál Kl. 12:10
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:10