67. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 18. júní 2015 kl. 10:15


Mættir:

Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ) formaður, kl. 10:15
Katrín Júlíusdóttir (KaJúl) 1. varaformaður, kl. 10:25
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 10:15
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 10:15
Elín Hirst (ElH), kl. 10:15
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 10:15

Róbert Marshall og Svandís Svavarsdóttir boðuðu forföll.
Jón Þór Ólafsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 10:15
Fundargerðir 56. - 61. fundar voru samþykktar.

2) 770. mál - fjögurra ára samgönguáætlun 2015--2018 Kl. 10:17
Formaður lagði til að málið yrði afgreitt sem var samþykkt af öllum viðstöddum.

Að áliti meiri hlutans standa: HöskÞ, HE, BÁ, ElH og VilÁ.

3) 12 ákvarðanir tengdar tilskipun 2010/75/ESB um losun mengunarefna í iðnaði Kl. 10:15
Álit vegna málsins til utanríkismálanefndar var samþykkt.

Að áliti nefndarinnar standa: HöskÞ, HE, BÁ, ElH og VilÁ.

4) Framseld reglugerð (ESB) 2015/96 er varðar umhverfisáhrif landbúnaðarökutækja Kl. 10:15
Álit vegna málsins til utanríkismálanefndar var samþykkt.

Að áliti nefndarinnar standa: HöskÞ, HE, BÁ, ElH og VilÁ.

5) Framseld reglugerð (ESB) 2015/208 til viðbótar reglugerð (ESB) nr. 167/2013 er varðar gerðarviðurkenningu dráttarvéla Kl. 10:15
Álit vegna málsins til utanríkismálanefndar var samþykkt.

Að áliti nefndarinnar standa: HöskÞ, HE, BÁ, ElH og VilÁ.

6) Reglugerð (ESB) nr. 660/2014 er varðar flutning úrgangs Kl. 10:15
Álit vegna málsins til utanríkismálanefndar var samþykkt.

Að áliti nefndarinnar standa: HöskÞ, HE, BÁ, ElH og VilÁ.

7) Framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 1355/2014 er varðar reglur Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar Kl. 10:15
Álit vegna málsins til utanríkismálanefndar var samþykkt.

Að áliti nefndarinnar standa: HöskÞ, HE, BÁ, ElH og VilÁ.

8) Reglugerð (ESB) nr. 1322/2014 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 167/2013 er varðar dráttarvélar Kl. 10:15
Álit vegna málsins til utanríkismálanefndar var samþykkt.

Að áliti nefndarinnar standa: HöskÞ, HE, BÁ, ElH og VilÁ.

9) Framseld reglugerð (ESB) 2015/208 til viðbótar reglugerð (ESB) nr. 167/2013 er varðar gerðarviðurkenningu dráttarvéla Kl. 10:15
Álit vegna málsins til utanríkismálanefndar var samþykkt.

Að áliti nefndarinnar standa: HöskÞ, HE, BÁ, ElH og VilÁ.

10) Önnur mál Kl. 10:45
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:45