77. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 6. júní 2019 kl. 09:08


Mættir:

Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 1. varaformaður, kl. 09:08
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 09:08
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:08
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 09:08
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:16
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:18
Sigríður Á. Andersen (SÁA) fyrir Jón Gunnarsson (JónG), kl. 09:08
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:08

Bergþór Ólason boðaði forföll.

Hanna Katrín Friðriksson vék af fundi kl. 09:24.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:08
Fundargerð 76. fundar samþykkt.

2) 542. mál - hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl. Kl. 09:09
Framsögumaður málsins, Ari Trausti Guðmundsson, kynnti drög að nefndaráliti.

Tillaga um að afgreiða málið til 3. umræðu með nefndaráliti og breytingartillögu var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.
Að auki skrifar undir álitið Rósa Björk Brynjólfsdóttir samkvæmt heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis.

3) Beiðni um stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðanda Kl. 09:12
Samþykkt var að óska eftir skýrslu Ríkisendurskoðanda um úttekt á aðkomu Samgöngustofu og Isavia ohf, að starfsemi og rekstri WOW air hf. í aðdraganda og kjölfar gjaldþrots flugfélagsins.

Að beiðninni standa Helga Vala Helgadóttir, Jón Gunnarsson, Ari Trausti Guðmundsson, Líneik Anna Sævarsdóttir, Hanna Katrín Friðriksson, Vilhjálmur Árnason, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Karl Gauti Hjaltason og Bergþór Ólason.

4) Önnur mál Kl. 09:16
Ari Trausti Guðmundsson kynnti hugmynd um að nefndin flytti frumvarp til breytinga á náttúruverndarlögum (skilgreining á óbyggðum víðernum). Samþykkt var að boða gesti vegna málsins.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:29