80. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 13. júní 2019 kl. 09:02


Mættir:

Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 09:02
Bergþór Ólason (BergÓ), kl. 09:02
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:02
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 09:02
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:21
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:34
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:02

Jón Gunnarsson og Ari Trausti Guðmundsson boðuðu forföll.
Hanna Katrín Friðriksson boðaði forföll vegna þingstarfa erlendis.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:02
Frestað.

2) Frumvarp til laga um breytingu á náttúruverndarlögum (skilgreining á óbyggðum víðernum) Kl. 09:02
Á fund nefndarinnar mættur Pétur Reimarsson frá Samtökum atvinnulífsins, Pétur Halldórsson frá Landvernd og Sigríður Svana Helgadóttir og Jón Geir Pétursson frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.
Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum sínum og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 775. mál - mat á umhverfisáhrifum Kl. 09:49
Frestað.

4) 270. mál - póstþjónusta Kl. 09:49
Nefndin ræddi málið.

5) Önnur mál Kl. 10:02
Nefndin ræddi starfið framundan.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:03