6. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 8. október 2019
kl. 09:05
Mættir:
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 09:10Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 09:05
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:05
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:05
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:05
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:05
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:05
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:05
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:05
Bergþór Ólason boðaði forföll.
Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir
Bókað:
1) Fundargerð Kl. 09:06
Fundargerð 5. fundar var samþykkt.
2) 122. mál - ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta Kl. 09:07
Á fund nefndarinnar mættu Guðbjörg Sigurðardóttir og Ástríður Scheving Thorsteinsson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Kynntu þær málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Þá mættu á fund nefndarinnar Hrafnkell V. Gíslason og Björn Geirsson frá Póst- og fjarskiptastofnun. Gerðu þeir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
3) Starfið framundan Kl. 09:30
Nefndin ræddi starfið framundan.
4) 32. mál - endurskoðun á ráðstöfun almannafjár við gæðastýringu í sauðfjárrækt Kl. 10:10
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.
Nefndin samþykkti að Hanna Katrín Friðriksson yrði framsögumaður málsins.
5) Önnur mál Kl. 10:14
2. varaformaður, Ari Trausti Guðmundsson, stýrði fundi.
Fleira var ekki gert.
Fundi slitið kl. 10:15