15. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 7. nóvember 2019 kl. 09:05


Mættir:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 09:05
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 09:05
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 09:05
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:05
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:05
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:05
Hjálmar Bogi Hafliðason (HBH), kl. 09:05
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 10:05
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:05
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:05

Nefndarritari: Sigrún Rósa Björnsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Frestað.

2) 148. mál - stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019--2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019--2023 Kl. 17:31
Á fund nefndarinnar mættu Heiðrún Björk Gísladóttir og Óttar Snædal frá Samtökum atvinnulífsins. Gerðu þau grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarinnar.

Nefndin ræddi einnig við Aðalstein Þorsteinsson hjá Byggðastofnun í gegnum fjarfundabúnað. Hann gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarinnar.

3) 84. mál - óháð úttekt á Landeyjahöfn Kl. 10:30
Samþykkt að Vilhjálmur Árnason yrði framsögumaður málsins. Hann fór yfir drög að nefndaráliti.

Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Allir nefndarmenn standa að nefndaráliti og breytingartillögu.

4) 54. mál - þyrlupallur á Heimaey Kl. 10:40
Samþykkt var senda málið til umsagnar með 3 vikna fresti.

Ákvörðun um framsögumann frestað.

5) Önnur mál Kl. 10:40
Nefndin ræddi störfin framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:45