16. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 8. nóvember 2019 kl. 13:37


Mættir:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 13:37
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 14:10
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 13:37
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 13:37
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 13:37
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 14:37
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 13:37

Þórarinn Ingi Pétursson vék af fundi kl. 14:35.

Kolbeinn Óttarson Proppé og Vilhjálmur Árnason voru fjarverandi vegna þingstarfa.

Hanna Katrín Friðriksson boðaði forföll.

Nefndarritari: Sigrún Rósa Björnsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:37
Frestað.

2) 148. mál - stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019--2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019--2023 Kl. 13:45
Á fund nefndarinnar mættu Fjóla V. Stefánsdóttir, Ólafur Rúnar Ólafsson og Þröstur Friðfinnsson frá Grýtubakkahreppi, Björgvin Helgason, Guðjón Jónasson og Linda Björk Pálsdóttir frá Hvalfjarðarsveit. Þá mættu Ásta Stefánsdóttir frá Bláskógabyggð og Matthildur Ásmundsdóttir frá Sveitarfélaginu Hornafirði. Loks mætti Gunnar Birgisson frá Fjallabyggð. Gerðu þau grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarinnar.

3) Önnur mál Kl. 16:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:00