26. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 6. desember 2019 kl. 13:00


Mættir:

Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 13:00
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 13:00
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 13:00
Jón Þór Þorvaldsson (JÞÞ), kl. 13:00
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 13:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 13:00

Karl Gauti Hjaltason boðaði forföll.

Guðjón Brjánsson var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.

Jón Gunnarsson og Vilhjálmur Árnason voru fjarverandi.

Nefndarritari: Sigrún Rósa Björnsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:00
Frestað.

2) 391. mál - tekjustofnar sveitarfélaga Kl. 13:00
Á fund nefndarinnar mættu Hermann Sæmundsson og Guðni Geir Einarsson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 148. mál - stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019--2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019--2023 Kl. 13:45
Nefndin ræddi málið.

4) Önnur mál Kl. 13:55
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 13:55