31. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 14. janúar 2020 kl. 09:04


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 09:04
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 09:04
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:04
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:04
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:04
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:08
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:04
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:04
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:13

Bergþór Ólason boðaði forföll.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 11:26
Fundargerðir 20. og 21. fundar og 24. - 30. fundar voru samþykktar.

2) 434. mál - fimm ára samgönguáætlun 2020-2024 Kl. 09:04
Á fund nefndarinnar mættu Sigurbergur Björnsson og Árni Freyr Stefánsson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og Valtýr Þórisson og Jónas Snæbjörnsson frá Vegagerðinni. Kynntu Sigurbergur og Árni Freyr málið og svöruðu spurningum nefndarmanna ásamt Valtý og Jónasi.

3) 435. mál - samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034 Kl. 09:04
Á fund nefndarinnar mættu Sigurbergur Björnsson og Árni Freyr Stefánsson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og Valtýr Þórisson og Jónas Snæbjörnsson frá Vegagerðinni. Kynntu Sigurbergur og Árni Freyr málið og svöruðu spurningum nefndarmanna ásamt Valtý og Jónasi.

4) 421. mál - leigubifreiðaakstur Kl. 10:35
Á fund nefndarinnar mættu Sigurbergur Björnsson og Ásta Sóllilja Sigurbjörnsdóttir frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Kynntu þau málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá mættu á fund nefndarinnar Haraldur Axel Gunnarsson frá Hreyfli og Ástgeir Þorsteinsson, Snæbjörn Jörgensen og Árni Özur Árnason frá Bandalagi íslenskra leigubifreiðastjóra og Bifreiðastjórafélaginu Frama. Kynntu gestir sjónarmið sín um málið.

5) Önnur mál Kl. 11:27
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:28