32. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 15. janúar 2020 kl. 15:06


Mættir:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 15:06
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 15:06
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 15:09
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 15:06
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 15:06
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 15:06
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 15:06
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 15:06
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 15:06
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 15:12

Jón Gunnarsson vék af fundi kl. 16:11.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:06
Frestað.

2) 421. mál - leigubifreiðaakstur Kl. 15:07
Á fund nefndarinnar mættu Heiðrún Björk Gísladóttir frá Samtökum atvinnulífsins og Agla Eir Vilhjálmsdóttir og Konráð S. Gíslason frá Viðskiptaráði Íslands. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá mættu á fund nefndarinnar Birkir Rafn Guðjónsson og Bjarni Freyr Björnsson. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 16:16
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:17