34. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 21. janúar 2020 kl. 09:05


Mættir:

Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 09:05
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:05
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:05
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:05
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:05
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:05
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:22

Bergþór Ólason, Jón Gunnarsson og Hanna Katrín Friðriksson boðuðu forföll.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Fundargerðir 31. - 33. fundar samþykktar.

2) 421. mál - leigubifreiðaakstur Kl. 09:06
Á fund nefndarinnar mættu Breki Karlsson og Ívar Halldórsson frá Neytendasamtökunum. Gerðu þeir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá mættu á fund nefndarinnar Páll Gunnar Pálsson frá Samkeppniseftirlitinu og Tryggvi Axelsson og Reynir Ingi Reinhardsson frá Neytendastofu. Gerðu þeir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 434. mál - fimm ára samgönguáætlun 2020-2024 Kl. 10:19
Á fund nefndarinnar mættu Ólafur Garðar Halldórsson frá Samtökum atvinnulífsins, Ingólfur Bender frá Samtökum iðnaðarins, Konráð S. Guðjónsson frá Viðskiptaráði Íslands og Benedikt S. Benediktsson frá SVÞ - Samtökum verslunar og þjónustu. Gerðu þeir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 435. mál - samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034 Kl. 10:19
Á fund nefndarinnar mættu Ólafur Garðar Halldórsson frá Samtökum atvinnulífsins, Ingólfur Bender frá Samtökum iðnaðarins, Konráð S. Guðjónsson frá Viðskiptaráði Íslands og Benedikt S. Benediktsson frá SVÞ - Samtökum verslunar og þjónustu. Gerðu þeir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál Kl. 11:01
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fundi slitið kl. 11:06