35. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 23. janúar 2020 kl. 09:08


Mættir:

Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 09:08
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:08
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:08
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:14
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:08
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:18

Bergþór Ólason, Jón Gunnarsson og Guðjón S. Brjánsson boðuðu forföll. Kolbeinn Óttarsson Proppé var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:08
Frestað.

2) 434. mál - fimm ára samgönguáætlun 2020-2024 Kl. 09:09
Á fund nefndarinnar mætti Sólrún Svava Skúladóttir frá Strætó bs. Gerði hún grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Þá mættu á fund nefndarinnar Árni Davíðsson frá Landssamtökum hjólreiðamanna og Halldór H. Halldórsson frá Landssambandi hestamannafélaga. Gerðu þeir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 435. mál - samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034 Kl. 09:09
Á fund nefndarinnar mætti Sólrún Svava Skúladóttir frá Strætó bs. Gerði hún grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Þá mættu á fund nefndarinnar Árni Davíðsson frá Landssamtökum hjólreiðamanna og Halldór H. Halldórsson frá Landssambandi hestamannafélaga. Gerðu þeir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 461. mál - mótun stefnu Íslands um málefni hafsins Kl. 09:28
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.

5) 467. mál - loftslagsmál Kl. 09:28
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.

6) 203. mál - stjórnunar- og verndaráætlun fyrir álftir og gæsastofna á Íslandi Kl. 09:28
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.

7) Önnur mál Kl. 09:29
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:12