42. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 19. febrúar 2020 kl. 15:06


Mætt:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 15:06
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 15:06
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 15:06
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 15:06
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 15:06
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 15:06
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 15:06
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 15:06

Hanna Katrín Friðriksson og Vilhjálmur Árnason boðuðu forföll.

Ari Trausti Guðmundsson vék af fundi kl. 17:17.
Líneik Anna Sævarsdóttir vék af fundi kl. 18:07.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:06
Fundargerð 41. fundar var samþykkt.

2) 434. mál - fimm ára samgönguáætlun 2020-2024 Kl. 15:07
Á fund nefndarinnar mætti Íris Róbertsdóttir frá Vestmannaeyjabæ. Ágúst Sigurðsson, Hjalti Tómasson, Björk Grétarsdóttir, Engilbert Olgeirsson og Margrét Harpa Guðsteinsdóttir frá Rangárþingi ytra tóku þátt í fundinum gegnum fjarfundarbúnað. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Næst mættu á fund nefndarinnar Ólafur Jónsson, Vigfús Páll Auðbertsson, Eva Dögg Þorsteinsdóttir og Gunnar Á. Gunnarsson frá Samtökum íbúa og hagsmunaaðila í Mýrdal. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá mættu á fund nefndarinnar Elías Guðmundsson og Bryndís Harðardóttir frá Vinum vegfarandans. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þar á eftir mættu á fund nefndarinnar Jóhannes Þór Skúlason og Benedikt S. Benediktsson frá Samtökum ferðaþjónustunnar og Skarphéðinn Berg Steinarsson frá Ferðamálastofu. Arnheiður Jóhannsdóttir og Hjalti Páll Þórarinsson frá Markaðsstofu Norðurlands tóku þátt í fundinum gegnum fjarfundarbúnað. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Loks mættu á fund nefndarinnar Gísli Gíslason og Lúðvík Geirsson frá Hafnasambandi Íslands. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 435. mál - samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034 Kl. 15:07
Á fund nefndarinnar mætti Íris Róbertsdóttir frá Vestmannaeyjabæ. Ágúst Sigurðsson, Hjalti Tómasson, Björk Grétarsdóttir, Engilbert Olgeirsson og Margrét Harpa Guðsteinsdóttir frá Rangárþingi ytra tóku þátt í fundinum gegnum fjarfundarbúnað. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Næst mættu á fund nefndarinnar Ólafur Jónsson, Vigfús Páll Auðbertsson, Eva Dögg Þorsteinsdóttir og Gunnar Á. Gunnarsson frá Samtökum íbúa og hagsmunaaðila í Mýrdal. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá mættu á fund nefndarinnar Elías Guðmundsson og Bryndís Harðardóttir frá Vinum vegfarandans. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þar á eftir mættu á fund nefndarinnar Jóhannes Þór Skúlason og Benedikt S. Benediktsson frá Samtökum ferðaþjónustunnar og Skarphéðinn Berg Steinarsson frá Ferðamálastofu. Arnheiður Jóhannsdóttir og Hjalti Páll Þórarinsson frá Markaðsstofu Norðurlands tóku þátt í fundinum gegnum fjarfundarbúnað. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Loks mættu á fund nefndarinnar Gísli Gíslason og Lúðvík Geirsson frá Hafnasambandi Íslands. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Reglugerð (ESB) 2018/1139 um sameiginlegar reglur um almenningsflug og um stofnun Flugöryggisstofnunar Evrópusambandsins og um breytingu á ýmsum reglugerðum Kl. 18:09
Frestað.

5) 262. mál - hagkvæmnisathugun á uppbyggingu Skógarstrandarvegar Kl. 18:09
Frestað.

6) 421. mál - leigubifreiðaakstur Kl. 18:10
Nefndin samþykkti að Jón Gunnarsson yrði framsögumaður málsins.

7) Önnur mál Kl. 18:10
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 18:11