44. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 25. febrúar 2020 kl. 09:05


Mætt:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 09:05
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 09:05
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 09:05
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:05
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:05
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:05
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:19
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:05
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:05

Líneik Anna Sævarsdóttir boðaði forföll.

Kolbeinn Óttarsson Proppé vék af fundi kl. 10:33.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Fundargerðir 42. og 43. fundar voru samþykktar.

2) 436. mál - hollustuhættir og mengunarvarnir Kl. 09:06
Á fund nefndarinnar mættu Árný Sigurðardóttir, Ari Jóhann Sigurðsson og Hörður Þorsteinsson frá Samtökum heilbrigðiseftirlitssvæða. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Því næst mættu Stefán Pálsson og Sigrún Daníelsdóttir Flóvenz frá húsfélaginu Eskihlíð 10 og 10a. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Eftir að gestir höfðu vikið af fundi ræddi nefndin málið.

3) Reglugerð (ESB) 2018/1139 um sameiginlegar reglur um almenningsflug og um stofnun Flugöryggisstofnunar Evrópusambandsins og um breytingu á ýmsum reglugerðum Kl. 10:32
Nefndin afgreiddi álit um málið til utanríkismálanefndar.

4) Önnur mál Kl. 10:35
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:35