49. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 10. mars 2020 kl. 09:05


Mætt:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 09:05
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 09:05
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 09:05
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:05
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:05
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:05
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:15
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:05
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:05
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:05

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Frestað.

2) Uppbygging innviða Kl. 09:05
Nefndin ræddi við Guðmund Ásmundsson og Sverri Jan Norðfjörð frá Landsneti gegnum fjarfundarbúnað. Gerðu þeir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Hlé var gert á fundi frá kl. 09:36-10:09.

Þá mætti á fund nefndarinnar Tryggvi Þór Haraldsson frá Rarik. Gerði hann grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 11:27
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fundi slitið kl. 11:32