52. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, laugardaginn 21. mars 2020 kl. 14:25


Mætt:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 14:25
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 14:25
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 14:25
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 14:25
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 14:25
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 14:25
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 14:25
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 14:25
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 14:25
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 14:25

Nefndarritari: Hildur Eva Sigurðardóttir

Bergþór Ólason, Guðjón S. Brjánsson, Hanna Katrín Friðriksson, Jón Gunnarsson, Líneik Anna Sævarsdóttir, Kolbeinn Óttarsson Proppé og Vilhjálmur Árnason tóku þátt í fundinum með fjarfundabúnaði, sbr. afbrigði sem veitt voru skv. 95. gr. við 17. og 22. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, á þingfundi 12. mars sl.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 14:25
Frestað.

2) 696. mál - sveitarstjórnarlög Kl. 14:25
Nefndin ræddi drög að frumvarpi til breytinga á sveitarstjórnarlögum sem hefði þann tilgang að hægt yrði að fresta sveitarstjórnarkosningum á Austurlandi sem eiga að fara fram 18. apríl nk. Formaður lagði til að nefndin myndi flytja frumvarpið og var það samþykkt einróma.

3) Önnur mál Kl. 14:35
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 14:35