53. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í fjarfundur, þriðjudaginn 5. maí 2020 kl. 09:05


Mætt:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 09:05
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 09:05
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 09:05
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:05
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:05
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:05
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:05
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:05
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:05

Vilhjálmur Árnason boðaði forföll.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Fundurinn var fjarfundur og voru allir tengdir fundinum í gegnum fjarfundabúnað, sbr. afbrigði sem veitt voru skv. 95. gr. við 17. og 22. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, á þingfundi 12. mars sl.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Fundargerðir 50. - 52. fundar voru samþykktar.

2) 611. mál - náttúruvernd Kl. 09:10
Nefndin ræddi við Guðjón Bragason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Kristínu Lindu Árnadóttur og Jón Ingimarsson frá Landsvirkjun í gegnum fjarfundarbúnað. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum sínum og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá ræddi nefndin við Sif Konráðsdóttur frá ÓFEIGU náttúruvernd, Tryggva Felixson frá Landvernd og Ingibjörgu Eiríksdóttur frá Náttúruverndarsamtökum Suðurlands og Eldvötnum samtökum um náttúruvernd í Skaftárhreppi í gegnum fjarfundarbúnað. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum sínum og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Eftir að gestir höfðu vikið af fundi ræddi nefndin málið.

Nefndin samþykkti að Ari Trausti Guðmundsson yrði framsögumaður málsins.

3) 436. mál - hollustuhættir og mengunarvarnir Kl. 10:04
Nefndin samþykkti að Kolbeinn Óttarsson Proppé yrði framsögumaður málsins.

4) Starfið framundan Kl. 10:15
Nefndin ræddi starfið framundan.

5) 718. mál - loftslagsmál Kl. 10:06
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.

6) 720. mál - hollustuhættir og mengunarvarnir Kl. 10:06
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.

7) 734. mál - svæðisbundin flutningsjöfnun Kl. 10:06
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.

8) Önnur mál Kl. 10:30
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:30