60. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í fjarfundur, þriðjudaginn 19. maí 2020 kl. 09:17


Mætt:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 09:17
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 09:17
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 09:17
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 10:38
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:17
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:17
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:17
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:17
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:17
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:17

Nefndarritarar:
Inga Skarphéðinsdóttir
Pétur Hrafn Hafstein

Fundurinn var fjarfundur og voru allir tengdir fundinum í gegnum fjarfundabúnað, sbr. afbrigði sem veitt voru skv. 95. gr. við 17. og 22. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, á þingfundi 12. mars sl.
Þó var Björn Leví Gunnarsson áheyrnarfulltrúi í nefndinni viðstaddur fundinn á nefndasviði sbr. bókun formanns á 59. fundi 19. maí.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:17
Frestað.

2) 776. mál - uppbygging og rekstur fráveitna Kl. 09:18
Nefndin ræddi við Aðalbjörgu Birnu Guttormsdóttur frá Umhverfisstofnun, Sigurjón Norberg Kjærnested og Gyðu Mjöll Ingólfsdóttur frá Samorku og Guðjón Bragason og Eygerði MArgrétardóttur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í gegnum fjarfundabúnað. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum sínum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 434. mál - fimm ára samgönguáætlun 2020-2024 Kl. 10:10
Nefndin ræddi við Bergþóru Þorkelsdóttur, Guðmund Val Guðmundsson, Valtý Þórisson og Bryndísi Friðriksdóttur frá Vegagerðinni gegnum fjarfundabúnað. Svöruðu gestir spurningum nefndarmanna.

4) 435. mál - samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034 Kl. 10:10
Nefndin ræddi við Bergþóru Þorkelsdóttur, Guðmund Val Guðmundsson, Valtý Þórisson og Bryndísi Friðriksdóttur frá Vegagerðinni gegnum fjarfundabúnað. Svöruðu gestir spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál Kl. 11:06
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:06