65. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 4. júní 2020 kl. 09:06


Mætt:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 09:06
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 09:06
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 09:06
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:06
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:06
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:06
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:06
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:06
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:41

Karl Gauti Hjaltason boðaði forföll.
Ari Trausti Guðmundsson vék af fundi kl. 11:22.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:06
Fundargerð 64. fundar var samþykkt.

2) 734. mál - svæðisbundin flutningsjöfnun Kl. 09:06
Nefndin ræddi við Ólaf Stephensen og Pál Rúnar M. Kristjánsson frá Félagi atvinnurekenda og Heiðrúnu Björk Gísladóttur frá Samtökum atvinnulífsins gegnum fjarfundabúnað. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum sínum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá ræddi nefndin við Sigríði Ó. Kristjánsdóttur frá Vestfjarðastofu. Gerði hún grein fyrir sjónarmiðum sínum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 720. mál - hollustuhættir og mengunarvarnir Kl. 10:16
Nefndin ræddi við Sigurð Halldórsson og Áslaugu Huldu Jónsdóttur frá Pure North Recycling í gegnum fjarfundabúnað. Gerðu þau grein fyrir sjónarmiðum sínum um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 776. mál - uppbygging og rekstur fráveitna Kl. 11:02
Framsögumaður málsins, Líneik Anna Sævarsdóttir, kynnti drög að nefndaráliti og ræddi nefndin málið.

Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum. Allir viðstaddir nefndarmenn standa að nefndaráliti og breytingartillögu. Karl Gauti Hjaltason skrifar undir álitið skv. heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis. Áheyrnarfulltrúi í nefndinni, Björn Leví Gunnarsson, lýsti sig samþykkan álitinu.

5) 434. mál - fimm ára samgönguáætlun 2020-2024 Kl. 11:16
Framsögumaður málsins, Vilhjálmur Árnason, kynnti drög að nefndaráliti.

Nefndin ræddi málið.

6) 435. mál - samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034 Kl. 11:16
Framsögumaður málsins, Vilhjálmur Árnason, kynnti drög að nefndaráliti.

Nefndin ræddi málið.

7) Önnur mál Kl. 11:40
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:40