70. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 12. júní 2020 kl. 09:10


Mætt:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 09:10
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 09:50
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 09:10
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:10
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:10
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:10
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:10
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:10
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:10

Hanna Katrín Friðriksson vék af fundi kl. 12:05.

Karl Gauti Hjaltason var fjarverandi.

Nefndarritari: Pétur Hrafn Hafstein

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:11
Dagskrárlið frestað.

2) 734. mál - svæðisbundin flutningsjöfnun Kl. 09:12
Nefndin ræddi við Björn Inga Óskarsson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og Arnar Má Elíasson frá Byggðastofnun. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum sínum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá ræddi nefndin við Pál Gunnar Pálsson frá Samkeppniseftirlitinu. Gerði hann grein fyrir sjónarmiðum sínum og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) Útboð á ríkisstyrktum flugleiðum Kl. 10:20
Nefndin ræddi málið við Ólaf Kr. Hjörleifsson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og Bergþóru Þorkelsdóttur, Bergþóru Kristinsdóttur og Pétur Matthíasson frá Vegagerðinni. Gestir svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 662. mál - samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir Kl. 10:35
Nefndin ræddi við Sigurberg Björnsson, Sóleyju Ragnarsdóttur og Árna Frey Stefánsson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, Guðrúnu Birnu Finnsdóttur, Sólrúnu Halldóru Þrastardóttur og Elínu Guðjónsdóttur frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Bergþóru Þorkelsdóttur frá Vegagerðinni. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum sínum og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá ræddi nefndin við Evu Björk Harðardóttur, Gísla Halldór Halldórsson, Einar Frey Elínarson, Matthildi Ásmundardóttur og Bjarna Guðmundsson frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum sínum og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 436. mál - hollustuhættir og mengunarvarnir Kl. 11:41
Nefndin ræddi málið.

Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Að nefndaráliti meiri hluta með breytingartillögu standa Bergþór Ólason með fyrirvara, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Ari Trausti Guðmundsson, Guðjón S. Brjánsson með fyrirvara, Hanna Katrín Friðriksson með fyrirvara, Jón Gunnarsson, Líneik Anna Sævarsdóttir og Vilhjálmur Árnason.

6) 718. mál - loftslagsmál Kl. 11:51
Nefndin ræddi málið.

7) Leiðbeiningar um fundahöld og notkun fjarfundabúnaðar á fundum fastanefnda frá 4. maí Kl. 12:00
Nefndin ræddi málið í tengslum við 60. fund nefndarinnar.

Nefndin heimilaði Birni Leví Gunnarssyni, áheyrnarfulltrúa, að leggja fram eftirfarandi bókun:
Ekki var boðað til þessa fundar samkvæmt starfsreglum fastanefnda, nánar tiltekið 5. mgr. 21. gr. starfsreglnanna þar sem fram kemur að senda skuli nefndarmanni fundarboð „með rafpósti í tæka tíð og eigi síðar en daginn fyrir fund. Þó skal, ef fundur er boðaður með minna en sólarhringsfyrirvara útbúa sérstakt fundarboð sem nefndarmönnum er afhent eða tilkynnt um á annan tryggilegan hátt". Áheyrnarfulltrúi fékk ekki tækifæri til þess að bregðast við bókun formanns á 59. fundi því fundi var slitið og ekki tekið tillit til beiðni áheyrnafulltrúa um að komast á mælendaskrá. Í kjölfar fundarslita á 59. fundi spurði áheyrnarfulltrúi hvar fundur yrði haldinn og hvenær hann hæfist til þess að hann gæti náð á fundinn í tæka tíð áður en fundurinn hæfist. Svar fékkst ekki við því fyrr en fundarboð barst með rafrænum hætti kl. 10:02, um þremur korterum eftir að fundurinn hófst samkvæmt drögum að fundargerð. Formaður getur ekki vikið frá reglum um fundarboð sem eru mjög skýrar hvað þetta varðar því orðin „í tæka tíð“ hljóta að þýða að fundarmenn hafi svigrúm til þess að mæta á boðaðan fund. Það er vel þekkt misnotkun á valdi að breyta tímasetningum og staðsetningum á fundum til þess að útiloka ákveðna fundarmenn frá fundi. Sú framkvæmd sem viðhöfð var við boðun 60. fundar í Umhverfis- og samgöngunefnd ber öll merki slíkrar misnotkunar þar sem það hefði verið lítið mál að hafa samband við áheyrnafulltrúa með tímanlegum hætti ef meiningin var að bjóða áheyrnarfulltrúa að sitja fundinn á fundarsviði þingsins í stað þess að tilkynna það með engum fyrirvara á 59. fundi nefndarinnar. Áheyrnarfulltrúi telur því ólöglega boðað til þessa fundar og telur einnig að það sé ekki hægt að samþykkja þessa fundargerð fyrr en fyrir liggur álit um hvað svona brot þýðir m.t.t. laga og reglna.

8) Önnur mál Kl. 12:21
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:22